Tveir mánuðir

Posted in Dægurskvaldur on maí 12, 2010 by bylgja

Finnst kominn tími á smá skrif!!

Ætlaði að vera dugleg að skrifa um endurhæfingu mína en svo einhvern vegin rann það út í sandinn eins og svo mörg góð fyrirheit. Þó er ég ekki hætt að hreyfa mig og í tvo mánuði hafi ég mætt í ræktina 3svar í viku rúmlega sex að morgni og tekið vel á og svitnað hjá henni Siggu. Og þvílíkar framfarir – hefði aldrei trúað því að ég myndi verða svona fljót að ná mér þokkalega á strik og stefnir allt í að ég verði hreyfifíkill með vöðvasöfnunaráráttu! Ég er meira að segja farin að drekka próteinsjeika – og þá er nú mikið sagt!!

Í síðstu viku fór ég þrjá morgna í Hress, fór út að skokka/ganga einn morgun, hjólaði í vinnuna tvisvar og fór svo í líkamsrækt á Bjargi á Akureyri á laugardaginn með Aðalheiði og Lúlla. Tölti svo á Esjuna á mánudaginn og var rúmar 70 mín að Steininum fræga! Þetta hefði ég ekki haft orku né úthald í fyrir rúmum mánuði – nú er bara að halda áfram og bæta við karate en ég hef lítið æft í vetur 😀

Almost two weeks!!

Posted in Dægurskvaldur on mars 23, 2010 by bylgja

Það eru nærri komnar tvær vikur síðan ég hóf þetta brambolt mitt árla á morgnana og ég er bara orðin ágætlega vön að byrja daginn á púli. Þó var voða ljúft að kúra í morgun í stað þess að drífa sig á fætur klukkan 06. Allt gengur eins og við er að búast, er öll að styrkjast og ekki eins rosalega þreytt og farin að gera meira. Þó finnst mér aðalumunurinn liggja í því að ég er fljótari að fara í gegnum þær æfingar sem Sigga setur mér fyrir. Hún sagði að ég ætti að finna mun á mér eftir ca 6 skipti og það er alveg rétt. Það sem helst háir mér er mæðin…en það hlýtur að fara að skána. Þarf að koma mér í gang og vera ready fyrir æfingabúðirnar hjá Amos í næstu viku! Hann er bara æði….

Dagur númer 8

Posted in Dægurskvaldur on mars 17, 2010 by bylgja

Í dag er ég þreytt og var ofboðslega fljótt þreytt í æfingunum í morgun. Kannski spilar inn í að ég gleymdi að úða mig í gær og í morgun. Veit það ekki fyrir víst en get vel ímyndað mér að það hafi áhrif, enda varð ég rosalega móð í æfingunum í morgun.

Vaknaði sex og var mætt fyrir hálf sjö! Er bara ánægð með mig 🙂
Er að gæla við að fara á karateæfingu annað kvöld en svo er næsta æfing hjá Siggu á föstudagsmorgun. Harðsperrurnar í kálfunum eru betri í dag og ég hef tekið upp mitt þokkafulla göngulag í stað þess að kjaga eins og önd!!
Svo skemmir ekki fyrir að það er vor í lofti og þvílíkur munur hvað daginn er tekið að lengja. Er búin að senda sokkana mína í sumarfrí og er berrössuð á tásunum! Love it 🙂

The seventh day!

Posted in Dægurskvaldur on mars 16, 2010 by bylgja

Ég er með hroðalegar harðsperrur í kálfunum og kjaga því eins og önd. Get varla gengið niður tröppur! Þessir strengir eru ekki eftir æfingarnar sem hún Sigga lætur mig gera heldur eftir karateæfinguna á sunnudaginn.

Dagur sex

Posted in Dægurskvaldur on mars 15, 2010 by bylgja

Í morgun vaknaði ég klukkan sex og var mætt til Siggu fyrir hálf sjö. Þetta var þriðji tíminn minn hjá henni og í dag var vel tekið á í stöðvaþjálfun! Er verulega þreytt í öllum vöðvum þegar þetta er ritað klukkan að verða tíu að morgni. En fínt að vakna snemma og byrja daginn á æfingum, hentar mér vel því ég er morgunmanneskja.
Annars hef ég verið ágætlega dugleg að hreyfa mig síðan ég byrjaði þetta puð á miðvikudaginn. Á fimmtudag fór ég í röskan göngutúr, föstudag til Siggu, hvíldi á laugardag með því að fara í Laugar Spa og Nítjándu í brunch (dögurð) með saumaklúbbnum (það var ljúft) og tók svo ágæta karateæfingu í gær. Best er að ég þoli þetta vel og finn að þetta gerir mér gott. Þá er það bara að halda áfram og koma sér í fyrra form. Koma svo!!

Dagur 1

Posted in Dægurskvaldur on mars 10, 2010 by bylgja

Í morgun byrjaði ég hjá einkaþjálfa. Gekk ágætlega en ég var ansi þreytt eftir fyrsta tímann. Ákvað að fjárfesta í eigin heilsu og taka þetta af viti. Segja má að þetta sé eins konar endurhæfing en ég er búin að vera slæm í lungum síðan í janúar og núna fyrst að koma til. Er mæðin og öll úr lagi gengin eins og fann óneitanlega fyrir í morgun. Hlakka til að takast á við þetta verkefni – að laga sjálfa mig!!

Frekar fyndið

Posted in Dægurskvaldur on desember 4, 2009 by bylgja

Mér finnst það frekar fyndið að sá maður á þingi sem ég þoli orðið einna best er Steingrímur Joð Sigfússon sem ég í eina tíð þoldi ekki og var hann ástæða þess að ég get ekki hugsað mér að kjósa VG. Mér finnst bara ruglið og vitleysan sem er í gangi svo yfirgengileg að einhvern veginn virðist hann vera einn af fáum sem þó hefur smá vit í kollinum og ekki alveg búinn að tapa skynseminni!

Sést vel í öllu þessu bulli með Icesave, skuldum og ESB hvað við erum mikið fífl upp til hópa og hvað auðvelt er að spila með okkur út frá tilfinningum og misvísandi rökum. Því er ég sífellt minna og minna hlynnt persónukjöri, íbúalýðræði (sem ég hef alltaf haft efasemdir um) og þjóðaratkvæðagreiðslum!

Þessi mynd segir kannski allt:

Fimm frábærar gátur

Posted in Dægurskvaldur on nóvember 10, 2009 by bylgja

1. A murderer is condemned to death. He has to choose between three rooms. The first is full of raging fires, the second is full of assassins with loaded guns, and the third is full of lions that haven’t eaten in 3 years. Which room is safest for him?

2. A woman shoots her husband. Then she holds him under water for over 5 minutes. Finally, she hangs him. But 5 minutes later they both go out together and enjoy a wonderful dinner together. How can this be?

3. What is black when you buy it, red when you use it, and gray when you throw it away ?

4. Can you name three consecutive days without using the words Wednesday, Friday, or Sunday?

5. This is an unusual paragraph. I’m curious as to just how quickly you can find out what is so unusual about it. It looks so ordinary and plain that you would think nothing was wrong with it. In fact, nothing is wrong with it! It is highly unusual though. Study it and think about it, but you still may not find anything odd. But if you work at it a bit, you might find out. Try to do so without any coaching!

Svör má senda á bylgjav@gmail.com

Kristjana skuldar mér gommu!

Posted in Dægurskvaldur on nóvember 6, 2009 by bylgja

Alltaf er maður að græða…komst að því áðan að Kristjana skuldar mér helling af peningum. Hún efast um að vera borgunarmanneskja fyrir þessu en ég tek VISA…

The New me

Posted in Dægurskvaldur on nóvember 4, 2009 by bylgja

Í dag fer ég í klippingu – sem betur fer. Er að drukkna úr hári og hugnast ekki liturinn.

Mér finnst ég svona…

Kris_bad_hair_day

og ætla að verða svona:

eva-longoria-bebe-sport03

(mig hefur alltaf langað í gulan bíl)