Dagur númer 8

Í dag er ég þreytt og var ofboðslega fljótt þreytt í æfingunum í morgun. Kannski spilar inn í að ég gleymdi að úða mig í gær og í morgun. Veit það ekki fyrir víst en get vel ímyndað mér að það hafi áhrif, enda varð ég rosalega móð í æfingunum í morgun.

Vaknaði sex og var mætt fyrir hálf sjö! Er bara ánægð með mig 🙂
Er að gæla við að fara á karateæfingu annað kvöld en svo er næsta æfing hjá Siggu á föstudagsmorgun. Harðsperrurnar í kálfunum eru betri í dag og ég hef tekið upp mitt þokkafulla göngulag í stað þess að kjaga eins og önd!!
Svo skemmir ekki fyrir að það er vor í lofti og þvílíkur munur hvað daginn er tekið að lengja. Er búin að senda sokkana mína í sumarfrí og er berrössuð á tásunum! Love it 🙂

2 svör to “Dagur númer 8”

  1. Ásdís Paulsdóttir Says:

    Svaka dugnaður er í þér – glæsilegt 🙂
    Svo það er hér sem þú geymir líkamsræktarstatusana þína thi hi hi -en án jóks ógó ertu dugleg 🙂

  2. hahaha – þoli ekki montrassa á FB og leyfi mér að hreykja mér hátt hér !!

Færðu inn athugasemd