Reykjavík Energy Invest, Geyser Green

Posted in Speki ala Bylgja on október 15, 2007 by bylgja

Held það sé óhætt að segja að margir hafi margt um REI og Geyser Green að segja og kannski ég ætti að segja eitthvað líka svo ég sé alveg eins og hinir en…

þar sem ég er ALDREI eins og allir hinir þá hvarflar það ekki að mér. Allir hinir eru hvort eð er að segja það sama.

Fannst þetta bara catcy titill og I like to be catchy þó ég sé pikky 😀

Annars allt gott að frétta af snillingnum, ósköp lítið merkilegt að gerast í sjálfu sér. Átti góða daga í Danmörku þar sem ég keypti mér enga skó, bara sokka og smá annað eins og brjóstahaldara og 11 frosnar andabringur sem ég smyglaði til landsins. Faldi þær samt ekki í nýja brjóstahaldaranum 😉

Annars langar mig nú að tjá mig um eitt mál sem verið hefur í fjölmiðlum en það er um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Nú er ég nýlega búin að lesa bók sem heitir Þeir tóku allt, meira að segja nafnið mitt en sú bók fjallar um þjóðarmorð Tyrkja á Pontus Grikkjum, Armenum og Assyríumönnum á sama tíma. Ráðlegg öllum að lesa þessa sögu en þjóðarmorð hættir ekki að vera þjóðarmorð þó mörg ár séu liðin og „skynsemin“ segi að það sé ekki viturlegt að styggja Tyrki vegna legu þeirra við Írak eins og haft var eftir einum stjórnmálamanni frá USA. Pontus Grikkir voru kristnir menn sem bjuggu við Svartahaf og höfðu búið þar frá því 1200 fyrir Krist. Þeir voru hraktir af löndum sínum og leiddir í dauðagöngu inní Tyrkland og segir sagan frá ungri stúlku sem upplifði þessa atburði og ekki síst líf hennar eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna. Hún missti alla sína fjölskyldu, foreldra og systkini og var 15 ára gömul gefin Assyríumanni sem fluttist með hana til Bandaríkjanna. Þó þessi kona hafi upplifað mikla hörmungar þá er sagan fyrst og fremst um það að lifa af, lifa af sem heil og sterk manneskja. Á árinu 1989 fór hún ásamt dóttur sinni til Tyrklands aftur til að finna gamla þorpið sitt aftur og í kjölfar þess skrifar dóttir hennar sögu móður sinnar.

Algjört möst read að mínu viti.

Er í fótlaga Timberland skónum mínum.

Í Danmörku keypti ég mér…

Posted in Óflokkað on október 8, 2007 by bylgja

sokkar.JPG

Af lífi og limum Bylgju

Posted in Fyndið, Persónulegt on október 3, 2007 by bylgja

helpersonline.JPG

Undanfarnar færslur hafa verið frekar óhefðbundnar og ekkert markvert komið fram um líf mitt né limi.

Því ætla ég að bæta um betur og segja frá því helsta sem gengið hefur á í Bylgja’s big world

Ég hef haft nóg að gera síðustu vikur við að undirbúa Alþjóðlegan hjartadag sem var haldinn með málþingi í Salnum á fimmtudeginum og svo með pompi og prakt á Hálsatorgi síðasta sunnudag.

Í millitíðinni var á föstudeginum eitt stykki Rannís Vísindavaka og svo frábært ættarmót/niðjamót föðurættar minnar (Lambavatnsleggurinn) á laugardeginum. Ég á mjög skemmtilega ættinga ef þið voruð ekki búin að átta ykkur á því 🙂

Á morgun fer ég til Danmerkur en við Ragnheiður ætlum við að eiga saman góða daga í Köben með viðkomu á Fjóni í 2 nætur í heimsókn hjá ættingjum. Geri ráð fyrir að sitja í sumarhúsinu hennar Önnu með rauðvín í glasi og spila við hana Manna lon og don en Anna er fíkill, spilafíkill. Síðan á mánudeginum og þriðjudeginum verð ég á hinum árlega norræna fundi hjartaverndarsamtaka Norðurlandanna en ég var í fyrra í Helsinki…sjá hér

Ýmislegt fleira hefur gerst en það allra allra besta var að mér tókst svo ótrúlega vel að plata ágæta félaga mína og fyrrum vinnufélaga sem ganga undir heitinu Félagsvísundar. Ég sagði þeim að ég væri að fara í hjálparstarf á vegum samtakanna HelpersOnLine og myndi verða á neyðarskipi rétt við strendur Namibíu næstu 2 mánuðina HAHAHAHA. Samt fylgdi myndin hér að ofan með póstinum og þau föttuðu ekki neitt!

Ég mun lifa á þessu lengi lengi lengi lengi og er er sérstaklega glöð fyrir hönd Hrefnu að hafa náð að plata Stellu. Fékk góðar kveðjur frá þessu yndislega fólki sem virkilega trúði því að ég væri svona mikill mannvinur. Hins vegar er það nokkuð víst að ég á eftir að fara í slíkt starf með einum eða öðrum hætti í framtíðinni.

Maja skrifaði:

Var búin að drafta dramatískan kveðjupóst til þín þar sem fram koma orðin „hugsjónaeldur“, „mannvinur“ og hin sígilda setning við slík tækifæri „að fylgja sannfæringu sinni“. Hjúkkit að ég hafði hvorki tíma til að senda þetta né segja fjölskyldunni frá hinni fórnfúsu Bylgju sem vinnur verkin meðan við hin sofum.

Stella skrifaði:

Elsku Bylgja.

Ég tek hattinn ofan fyrir ther! Ad lata draumana rætast og ekki er verra ad bjarga heiminum um leid – er frekar flott!!!!

Mikið var gaman hjá henni Hrefnu eftir að Stella féll í gildruna:

Vei vei vei vei vei vei vei vei….

Loksins kom að því að þú lést plata þig. Hún er náttúrlega að ljúga stelpan eins og hún er löng til – hi hi hi hi.

Ég lét reyndar gabbast líka en það er aukaatriði – þetta er virkilega góð stund í mínu lífu. Ætla að fara og fá mér kaffi og virkilega njóta þessa.

Baldur skrifaði:
Skepppppna
Ég tala aldrei við þig aftur ….

Kalli skrifaði:

skamm skamm Bylgja. Ljótt að verða að hrekkja okkur sakleysingjana…maður verður hálf aumingjalegur að bera þessa stórfrétt til baka meðal ættingjanna…

Ég iðrast einskis…ætla samt að reyna að hafa söguna ekki svona trúverðuga næst!

Sveppa-sýking, hihi ;)

Posted in Persónulegt on október 2, 2007 by bylgja

 sveppi.JPG

Ég vildi óska

Posted in Útrás fyrir ruglu, Fyndið, Persónulegt, Speki ala Bylgja on september 30, 2007 by bylgja

…að ég væri sveittur tölvunörd sem sæti við tölvu og skrifaði klingonamál:

<p align=“center“></p><embed pluginspage=“http://www.macromedia.com/go/getflashplayer&#8220; src=“/images/banners/Hjartadagurinn_2007_150x600.swf“ type=“application/x-shockwave-flash“ loop=“true“ menu=“false“ quality=“high“salign=“CT“ bgcolor=““ height=“600″ width=“150″align=“middle“><br><p></

Er svolítið lúin í málbeininu og komin með upp í kok af samskiptum og skipulagningu eftir mikla törn síðustu daga. Úthverfan í mér er alveg búin að fá nóg og innhverfan vill komast að 😀

Næsta fimmtudag

Posted in Óflokkað on september 28, 2007 by bylgja

…fer ég til Danmerkur 😀

Afnemum dauðarefsinguna

Posted in Óflokkað on september 26, 2007 by bylgja

sitelogo.gif

Afnemum dauðarefsinguna!

 

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í október 2007 verður lögð fram ályktun um að aftökur verði stöðvaðar um heim allan. Talið er að ályktunin verði fyrsta skrefið í átt að afnámi dauðarefsingarinnar.

World coalition against the death penalty

Það verður stór áfangi í baráttunni fyrir heimi án dauðarefsingar ef Sameinuðu þjóðirnar samþykkja að stöðva aftökur á heimsvísu. Amnesty International og Alþjóðasamtök gegn dauðarefsingunni (World Coalition against the death penalty) hvetja nú til stuðnings við ályktunina.

Nú þegar hafa 5 milljónir manna skrifað undir alþjóðlega bænaskrá samtakanna.

Leggðu baráttunni lið og skrifaðu undir!

Dauðarefsingin er hin endanlega illa, ómannlega og vanvirðandi meðferð. Hún brýtur gegn réttinum til lífs.

Svo lengi lærir sem lifir

Posted in Speki ala Bylgja on september 26, 2007 by bylgja

Frábært að Bush forseti Bandaríkjanna skuli vera búinn að fatta að það eru framin mannréttindabrot t í Myanmar/Burma og að ástand mála þar sé ekki gott. Ég og örugglega nokkuð margir aðrir höfum vitað af þessu um langa hríð en það er alltaf ánægjulegt þegar fólk lærir eitthvað nýtt. Svo lengi lærir sem lifir og það er ekki seinna vænna að herra Bush læri eitthvað!

Hvernig er hægt að gifta sig í kirkju af presti en sleppa samt Guði?

Posted in Hampistlar on september 25, 2007 by bylgja

Ég er ekki alveg að fatta hvernig trúleysingjar geta gift sig í kirkju og látið prest sjá um það og sleppt Guði úr öllum pakkanum?

Sjálf er ég lítt trúrækin kona og tel rétt að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju verði komið á. Kirkjur mynduðust í upphafi sem samkomustaðir þar sem fólk finnur Guð sinn en þær má líka nota fyrir aðrar samkomur sem eru ekki trúarlegar. Sjálf gæti ég fundið minn Guð í mosku. En hvernig getur maður beðið prest að gifta sig og fara fram á það við hann að sleppa öllu trúarlegu úr athöfninni. Hvernig er hægt að ætlast til þess af presti að hann sleppi Guði, Jesú og inntaki kristinnar trúar eða annarrar trúar í athöfn? Af hverju vilja þeir sem eru Siðmenntaðir endilega troða sér inní kirkjuna aftur? Voru samtökin ekki stofnuð til að geta boðið uppá borgaralegar athafnir, hafa val þar sem trúin er ekki inntakið í athöfninni. Ég skil vel að það verði að bjóða uppá trúlausar athafnir fyrir trúleysingjar, eins og jarðarfarir en ég skil bara ekki af hverju þarf að blanda prestinum í athöfn eins og hjónavígslu sem er í sjálfu sér borgaralegt fyrirbæri. Mér finnst þetta alger mótsögn og skil þetta ekki…en ég er kannski líka svona treg. Ef ég var einhvern tíman að spá í að ganga í Siðmennt þá er ég algerlega hætt við.

Ég er búin að komast að því að það var EKKI prestur sem gaf þau saman. Mér finnst þetta samt undarlegt!

er í brúnum lágbotna skóm úr rúskini (hvernig skrifar maður þetta orð???), úr Valmiki

You attacked me wrong!

Posted in Fyndið on september 24, 2007 by bylgja

Æfingabúðir verða haldnar í Garðabænum í nóvember. Seinsei Jackson sem er 7. dan mætir en hann er með do-jo í Los Angeles. Sensei jacson hefur sérhæft sig í þjálfun kvenna og leggur mikið uppúr sjálfsvörn. Minnir á Sensei Ubl. Áhugasamir skrái sig hjá mér. Kostar kr 1000 krónur.